Helsinkiátakið um fjöltyngi í fræðilegri miðlun

Rannsóknir eru alþjóðlegar. Þannig viljum við hafa þær! Fjöltyngi heldur á lífi rannsóknum sem skipta máli fyrir nærumhverfið. Verndum það! Miðlun rannsókna á þinni eigin tungu hefur áhrif. Styðjum hana! Gagnkvæm samskipti við nærumhverfið og miðlun rannsókna út fyrir akademíuna skiptir meginmáli. Stuðlum að þeim! Innviðir fyrir miðlun þekkingar á þjóðtungum eru viðkvæmir. Við skulum ekki glata þeim!

Þau sem skrifa undir Helsinkiátakið um fjöltyngi í fræðilegri miðlun styðja eftirfarandi tillögur og hvetja stjórnvöld, leiðtoga, háskóla, rannsóknastofnanir, styrktaraðila, bókasöfn og rannsakendur til að samþykkja þær.

1. Styðjum að niðurstöðum rannsókna sé miðlað þannig að samfélagið hafi fullan hag af þeim

  • Tryggjum að rannsakendur fái viðurkenningu fyrir að miðla niðurstöðum rannsókna út fyrir akademíuna og fyrir að eiga í gagnkvæmum samskiptum við menningararfinn, menninguna og samfélagið.
  • Tryggjum aðgang að rannsóknum á mörgum tungumálum.

2. Verndum innviði þjóða til að miðla rannsóknum sem skipta máli fyrir nærumhverfið

  • Tryggjum að tímarit og bókaútgáfur sem ekki eru reknar í hagnaðarskyni hafi bolmagn og fullnægjandi stuðning til að stuðla að gæðum og heilindum rannsókna.
  • Tryggjum að breyting þjóðlegra tímarita og forlaga í opinn aðgang gerist á nærgætinn hátt.

3. Stuðlum að fjölbreytileika tungumála í rannsóknamati og hjá styrkveitendum

  • Tryggjum að rannsóknir af miklum gæðum séu viðurkenndar óháð tungumáli birtinga eða birtingarvettvangi.
  • Tryggjum að greinar og bækur á öllum tungumálum séu metnar á fullnægjandi hátt í bókfræðilegu mati rannsókna.

Helsinkiátakið um fjöltyngi í fræðilegri miðlun var undirbúið af Federation of Finnish Learned Societies (TSV), Committee for Public Information (TJNK), Finnish Association for Scholarly Publishing, Universities Norway (UHR) og COST aðgerðarinnar "European Network for Research Evaluation in the Social Sciences and the Humanities" (ENRESSH).

Átakið „á öllum tungumálum“ er vakningaróp til stjórnvalda, leiðtoga, háskóla, rannsóknastofnana, styrktaraðila, bókasafna og rannsakenda um að stuðla að fjöltyngi í miðlun rannsókna. Tökum þátt með því að deila textum eða myndböndum með stuðningi þínum eða kollega þinna við fjöltyngi í miðlun rannsókna á Twitter og Facebook, #InAllLanguages.